Party Calendar Iceland • 126 Events • Overave • Page 1

Singer/songwriter Nights

Frumraun Gauksins í að bjóða söngvaskáldum bæði reyndum og óreyndum tækifæri og vettvang til þess að koma sér á framfæri og deila tónlistinni sinni með öðrum tónlistarunnendum og tónlistarfólki. Þetta verður fyrsta kvöldið af vonandi mörgum! Þeir sem hafa áhuga á að koma fram geta sent mér (Diljá Sævarsdóttir) einkaskilaboð hér á facebook. Listafólkið sem mun koma fram verður kynnt til leiks þegar nær dregur 🤘 *ENGLISH* Gaukurinn's first attempt at offering songwriters both experienced and new artists the oppurtunity and venue to get their music heard and share it with other music lovers and musicians. This will be the first night of hopefully many to come! For those that are interested in performing they can contact me (Diljá Sævarsdóttir) directly via facebook. The artists that will perform will be announced as we get closer to the night in question 🤘

Shades of History

ENGLISH BELOW Shades of History - Aðeins þessi eina sýning - 19.nóvember! Grímuverðlaunaverkið Shades of History er sýnt í Tjarnarbíó sunnudaginn 19. nóvember á sviðslistahátíðinni Everybody's Spectacular. "ótrúlega fallegt og áhrifaríkt" SGM, Hugrás Fjórar stjörnur! - KH, Fréttablaðið. "...eins og góður konfektmoli sem búið var að nostra við"KH, Fréttablaðið "Geggjuð sýning!" -ÁM, Facebook "Frábært sviðsverk og ég mæli eindregið með því!" SA, facebook Shades of History birtist okkur sem óþekktur og dáleiðandi sviðsgaldur. Líkamlegur blekkingarleikur, rekinn áfram af hinni innri þrá dansarans að hverfa á bak við hreyfingarnar sjálfar. Shades of History var tilnefnd til Grímunnar - íslensku sviðslistaverðlaunanna 2017 í flokkunum Danshöfundur ársins, Hljóðmynd ársins og Katrín Gunnarsdóttir hlaut verðlaunin í flokknum Dansari ársins. Þá var verkið einnig tilnefnt til Menningarverðlauna DV í flokki danslistar. Frekari upplýsingar: spectacular.is // Shades of History - One performance only - Nov 19th! The award-winning Shades of History by Katrín Gunnarsdóttir will be shown in Tjarnarbíó Theatre 19th of November at Everybody's Spectacular. "incredibly beautiful and touching" SGM, Hugrás Four stars! - KH, Fréttablaðið. "...a meticulously crafted delight"KH, Fréttablaðið "Amazing performance!" -ÁM, Facebook Shades of History appears before us as a strange kind of hypnotic stage magic. An illusory act of bodily disappearance, drenched in the desire to deceive. Shades of History was nominated for The Icelandic Performing Arts Award 2017 as "choreographer of year", "sound design of the year" and Katrín Gunnarsdóttir won the award as "dancer of the year". The work was also nominated for the DV Cultural Award 2016 in the dance category. Further information: spectacular.is

Blue Steel- Meistaravetur Svartra Sunnudaga

English below Blue Steel með Jamie Lee Curtis í flóknu hlutverki byssuglaðrar löggu, sem ekki er öll þar sem hún er séð. Hún lendir í trylltum eltingarleik við byssóðan mann sem fær hana á heilan. Myndin gefur ekkert eftir í ofbeldi, sálarflækjum og óhugnaði. Ekki missa af Svörtum Sunnudegi, þar sem leikstýran Kathryn Bigelow er heiðruð, 19. nóvember kl 20:00! English A female rookie in the police force must engage in a cat-and-mouse game with a pistol-wielding psychopath who becomes obsessed with her. Don´t miss out on a great night with Jamie Lee Curtis, November 19th at 20:00

Hlemmur Square Backgammon Tournament Series

Hlemmur Square and the Icelandic Backgammon Association have now joined forces hosting a monthly backgammon tournament. This is the third tournament in the series. The format of the tournament is 5 rounds in Monrad system. Arbiter will be the great Backgammon master Ingi Tandri Traustason of the Icelandic Backgammon Association. There is free admission to participate in the tournament and gift certificates at Hlemmur Square's restaurant/bar Pylsa are given given for the top three seeds and a medal for first prize! 1st place - Pylsa restaurant/bar gift certificate 7000 ISK + Medal 2nd place - Pylsa restaurant/bar gift certificate 5000 ISK 3rd place - Pylsa restaurant/bar gift certificate 3000 ISK Happy hour prize all night for participants in need of a refreshment after a struggle :)

Pop-Up í Hofi

Jibbíijei, Akureyringar fá Hafnfirðinga í heimsókn... --- Litla hönnunarbúðin Octagon MARR 2nd Chance Twins Ilse Jacobsen Kista --- Komdu á Pop up í Hof og gerðu góð kaup! --- Langar þig að læra að hnýta blómahengi? Námskeið í boði hjá MARR n.k. sunnudag :-) - Skráning sunnudag kl. 12. --- Okkar allra bestu kveðjur, Litla hönnunarbúðin, Octagon, MARR, 2nd Chance, Twins, Ilse Jacobsen og Kista í Hofi

Monday 20 November 2017

ELKO

Skógarlind 2

201 Kópavogur

100,5 sek í Elko

Má bjóða þér nýjan ísskáp, sjónvarp, tölvu, síma, þvottavél, eða jafnvel dróna eða sous vide-græju? Mánudaginn 20. nóvember fær einn heppinn hlustandi K100 tækifæri til að næla sér í allt þetta og miklu meira. Tilefnið er Svartur fössari í ELKO. 20. nóvember verður sérmerktum pökkum dreift um búðina í ELKO Lindum og einn heppinn hlustandi fær 100,5 sekúndur til að næla sér í sem flesta pakka. Skráning í leikinn er hafin og verður einn heppinn dreginn út 16. nóvember í þættinum hjá Sigga Gunnars milli 9 og 12. Nafn vinningshafa verður tilkynnt og hefur hann þá 100,5 sekúndur til að hringja í útsendingarsíma K100, 571-111. Hringi vinningshafi ekki innan tímamarka verður annar dreginn út. Þær vörur sem viðkomandi nær ekki geta aðrir hlustendur K100 fengið tækifæri til að næla sér í. Við hvetjum hlustendur til að safnast saman fyrir framan verslun ELKO Lindum mánudaginn 20. nóvember því þú gætir grætt á því. Þegar verslunin verður opnuð verða allar þær vörur sem keppandinn náði ekki í boði fyrir hlustendur. Sömuleiðis geta hlustendur átt von á glaðningi frá Nóa Síríusi, GÁP, Adidas og ZO-ON. Sömuleiðis eiga hlustendur möguleika á ferð fyrir tvo til Alicante frá VITA ferðum. Þú vilt ekki missa af þessu! Um leikinn: Einn hlustandi fær 100,5 sekúndur í ELKO til að næla sér í eins marga pakka og hann getur. Hlustandinn þarf að ná í pakkann og fara með hann í þar til gerðan kassa í anddyrinu, en þá og eingöngu þá telst pakkinn vera formlega hans. Pakkarnir verða vel merktir með sérstökum „Svartur fössari“-merkingum og vel tilgreint hvað er í hverjum. Í boði fyrir hlustandann eru síðan bónusvinningar. Þegar 100,5 sekúndurnar eru liðnar verður talið upp úr kassanum í anddyrinu. Ef viðkomandi nær vörum fyrir 250.000 krónur fær hann bónus vinning frá Nóa Síríusi. Ef hann nær vörum fyrir 500.000 krónur fær hann bónusvinning frá ZO-ON, sem er úlpa fyrir hann og alla fjölskylduna fyrir veturinn. Ef viðkomandi nær vörum fyrir 750.000 krónur fær hann glaðning frá GÁP og Adidas...

Á staðnum | Jólakransagerð

Á staðnum | Jólakransagerð „Kátt er um jólin“! Í nóvember styttist í aðventuna og jólabörnin fara að huga að jólaskreytingum. Þá er upplagt að skella sér á bókasafnið í hverfinu og læra að búa til fallegan aðventukrans eða jólakrans til að festa á útihurðina. Helga Helgadóttir frá Árbæjarblómum ætlar að leiðbeina með kransagerðina. Hún verður með allt efni meðferðis sem til þarf og hægt verður að kaupa það á staðnum. Þátttaka er ókeypis en greitt er fyrir efnið. Nánari upplýsingar: Jónína Óskarsdóttir jonina.oskarsdottir@reykjavik.is

Joshua Bell & Academy of St Martin in the Fields

Joshua Bell og Akademía St Martin in the Fields koma fram í Eldborgarsal þann 21. nóvember. Leikin verða meistaraverk í flutningi afburða hljóðfæraleikara, en sveitin telst til fremstu kammerhljómsveita heims. Tónlistarstjóri Akademíunnar er fiðlusnillingurinn Joshua Bell. Akademía St Martin in the Fields var stofnuð árið 1958 af Sir Neville Marriner og hélt sína fyrstu tónleika í samnefndri kirkju í nóvember 1959. Með framúrskarandi tónlistarflutningi náði Akademían skjótu og eftirsóknarverðu alþjóðlegu orðspori fyrir sérstæðan og fágaðan hljóm. Sveitin spilar undir handleiðslu Joshua Bell og leiðarans Tomo Keller en hún er þekkt fyrir að spila án stjórnanda. Akademían hefur hljóðritað yfir 500 verk og ber þar helst að nefna Árstíðir Vivaldi og tónlistina við Óskarsverðlaunamyndina Amadeus. Akdaemían er lofuð fyrir nýstárlega og framúrskarandi túlkun á helstu verkum klassískra tónbókmennta. Á tónleikunum í Eldborg mun hún sýna áhugaverða breidd í efnisvali og flytja Brandenborgarkonsert nr. 3 eftir Johann Sebastian Bach, Árstíðirnar fjórar í Buenos Aires eftir Astor Piazzolla ásamt Fiðlukonserti í D-dúr op.61 eftir Ludwig van Beethoven. Hvort sem það er barokk, klassík eða eldheitur argentínskur tangó er hljómur Akademíunnar þekktur og dáður af unnendum klassískrar tónlistar um allan heim „Tónsköpun í hæsta gæðaflokki.” The Guardian *** Nóvember 2016 „Það er sjaldgæft að hlýða á tónlistarflutning álíka þessum nú á dögum” Classical Source Nóvember 2016 „Djúpstæð og stórkostleg tónsköpun.” Bachtrack *** Janúar 2017 --- The Academy of St Martin in the Fields is one of the world’s greatest chamber orchestras, renowned for fresh, brilliant interpretations of the world’s greatest classical music. Formed by Sir Neville Marriner in 1958 from a group of leading London musicians, the Academy gave its first performance in its namesake church in November 1959. Through unrivalled live performances and a vast recording output – highlights of which include the 1969 best-seller...

Tuesday 21 November 2017

Dillon

Laugavegur 30

101 Reykjavík

Bubbi Morthens á Dillon

Þá er komið að síðustu tónleikum Bubba Morthens á Dillon í bili - ekki missa af því einstaka tækifæri að hjá Bubba spila uppi lofti hjá okkur.. Það kostar 2500 kr inn og innifalið í því er drykkur á barnum. Hægt er að taka frá borð í síma 821 111 eða með því að senda okkur skilaboð á fb Fljótlega eftir að tónleikum Bubba líkur þá hefjast tónleikar með Snorra Helgasyni

Tuesday 21 November 2017

Dillon

Laugavegur 30

101 Reykjavík

Snorri Helgason á Dillon

Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason spilar ný lög í bland við eldra efni á Dillon 21. Nóvember, en síðar í haust kemur út plata hans 'Margt býr í þokunni' sem hefur að geyma safn nýrra þjóðlaga sem Snorri hefur verið að semja undanfarin ár.

Hönd í hönd styrktartónleikar Kvennakórs Kópavogs

Kvennakór Kópavogs blæs enn og aftur til styrktartónleika. Að þessu sinni hefur Geðhjálp orðið fyrir valinu. Kórinn fær með sér góða gesti að venju. Þeir eru: Elísabet Ormslev, Svavar Knútur, Karlakór Kópavogs og Vox Populi. Miðaverð 3000 kr. Miðasala verður við innganginn og hægt er að kaupa miða í forsölu hjá kórkonum.

Sætabrauðsdrengirnir - jólatónleikar 2017

Sætabrauðsdrengirnir Bergþór Pálsson, Gissur Páll Gissurarson, Hlöðver Sigurðsson og Viðar Gunnarsson ásamt Halldóri Smárasyni, útsetjara og píanóleikara, verða í jólastuði í Salnum 22. nóvember. Það verður hátíðarbragur og eftirvænting í loftinu, jólagæsahúð! Strákarnir eiga samt mjög erfitt með að bregða ekki á leik af og til. Sætabrauðsdrengirnir hafa haldið stórskemmtilega jólatónleika síðastu ár og gert víðreist um landið með íslensku dægurlagaprógrammi sem hlaut frábærar viðtökur. Látið ekki þessa gleðijólatónleika fram hjá ykkur fara!

Sigga Eyrún, Kalli Olgeirs & Sigmar Þór

Sigga Eyrún og Kalli Olgeirs eru þekkt fyrir að skapa skemmtilega og huggulega stemningu með tónlistarflutningi sínum. Þau ætla, ásamt Sigmari Þór Matthíassyni kontrabassaleikara, að flytja uppáhalds amerísku standardana sína í bland við smá popp í Petersen svítunni miðvikudagskvöldið 22.nóvember. Frítt inn - hlökkum til að sjá ykkur!

La Chana

English below ​ La Chana fjallar um flamenco dansarann Antonia Santiago Amador, betur þekkt sem La Chana, katalónsk kona sem var ein stærsta stjarna flamenco heimsins á 7. og 8. áratug síðustu aldar. La Chana er fylgt eftir í aðdraganda lokasýningar hennar árið 2013 og farið í saumana á því hvað það var sem leiddi til þess að hún hætti skyndilega á hátindi ferilsins og kom ekki fram í 30 ár. Myndin hefur verið sýnd á fjölda hátíða og hlotið fjögur alþjóðleg verðlaun. Leikstjóri er Lucija Stojevic og er hún einnig framleiðandi ásamt Deirdre Towers. Susan Muska og Gréta Ólafsdóttir eru meðframleiðendur myndarinnar. Myndin hlaut áhorfendaverðlaun á IDFA heimildamyndahátíðinni en hún er einnig tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem besta heimildamyndin. The film brings us under the skin and into the mind of La Chana, a talented Gypsy flamenco dancer as she returns to the stage to give a final seated performance after a 30-year break. Along the way, La Chana reveals the secret behind her disappearance when she was at the peak of her career. The film received the IDFA Audience award 2016 and the nomination for the European Film Awards 2017.

Þyrnirós í Hörpu

St. Petersburg Festival Ballet ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands vekja Þyrnirós, eina ástsælustu perlu ballettheimsins, til lífsins í Eldborg í nóvember. St. Petersburg Festival Ballet snýr á svið Hörpu, fimmta árið í röð og dansar alls fjórar sýningar dagana 23.-25. nóvember við hljómsveitarleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Ballettsýningar dansflokksins hafa fest sig í sessi á Íslandi og eru orðnar ómissandi partur af jólaundirbúningi meðal barna og fullorðna. Á sýningum St. Petersburg Festival Ballet í Hörpu frumsýnir ballettflokkurinn spánýja búninga og sviðsmynd sem hvergi hefur sést áður. Sagan um hina fögru sofandi prinsessu og hinn hugrakka prins sem vekur hana upp með álagakossi er mönnum löngu kunn og hefur þessi tímalausa ástarsaga um sigur hins góða yfir hinu illa heillað áheyrendur. Þyrnirós er einn stórkostlegasti ballett hinna klassísku dansbókmennta, en tónskáldið Pyotr Tchaikovsky taldi sjálfur verkið sinn besta ballett. Í konungsríki einu fæddist prinsessa að nafni Þyrnirós. Illa álfkonan Skaði lagði á hana þá bölvun að á sextánda afmælisdaginn myndi hún stinga sig á snældu og deyja. Góða álfkonan Gefjun kom til bjargar og breytti bölvuninni á þann veg að Þyrnirós, ásamt öllu konungsríkinu myndi falla í djúpan svefn í staðinn og vakna aðeins við sannan ástarkoss. Hundrað árum síðar hélt hinn hugrakki Filipus prins af stað og freistaði þess að rjúfa álögin. Stórkostleg tónlist Tchaikovsky og hrífandi danshreyfingar Marius Petipa flytja áheyrendur um töfrum gæddan heim fullan af undrum og ævintýrum. Fyrir tilstilli Menningarbrúar milli Hörpu og Hofs, sem var reist í september 2015, verður ballettinn Þyrnirós einnig sýndur í Hofi á Akureyri en þá ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands þann 26. og 27. nóvember. Helmings afsláttur er af miðaverði fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.

Listy Do M3

English below “Listy do M. 3” opowie historię kilku osób, którym w jeden magiczny dzień przydarzają się wyjątkowe chwile. Bohaterowie przekonają się o potędze miłości, rodziny, wybaczenia i wiary w to, że ten niezwykły świąteczny czas pełen jest niespodzianek. Czwartek 23 listopada o 20:00 – (room 1 and 2) Piątek 24 listopada o godzinie 17:45 – (room 1 and 2) Sobota 25 listopada o godzinie 20:00 – (room 1 and 2) Niedziela 26 listopada o godzinie 20:00 – (room 1) English ‘Listy Do M3’ follows a story of a few individuals, who will experience magical moments on one exceptional day. They will all face the power of love, family and forgiveness. They will also come to believe that this Christmas time is full of surprises… Screenings: Thursday November 23rd at 20:00 – Room 1 and 2 Friday November 24th at 17:45 – Room 1 and 2 Saturday November 25th at 20:00 – Room 1 and 2 Sunday November 26th at 20:00 – Room 1

Karaoke night!

Leyfðu þinni innri rokkstjörnu að skína og skemmtu þér með okkur á fyrsta Karaoke kvöldinu okkar á Stúdentakjallaranum. Veldu þér gott lag til að syngja. það eru allir velkomnir! --- Channel your inner rockstar and join us for a good time at our first ever Karaoke night at Stúdentakjallarinn. Think about what song you'd like to sing. Everyone is welcome!

Stefnumót tungumála//Language Rendez-vous

(*English below) CAFÉ LINGUA - stefnumót tungumála! Viltu kynnast einhverjum sem talar reiprennandi tungumálið sem þú ert að læra? Viltu deila þínu eigin móðurmáli með einhverjum sem er að reyna að ná tökum á því? Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast nýjum menningarheimum og heimsborgurum í Reykjavík í notalegu umhverfi og æfa sig í tungumálum í leiðinni. Í haust verða öll stefnumót tungumála haldin í Veröld og í Stúdentakjallaranum. Cafe Lingua er gátt inn í mismunandi menningarheima og er tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á ýmsum tungumálum. Markmið Cafe Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands og hafa auðgað mannlíf og menningu. Fólk með íslensku sem annað mál fær tækifæri til þess að tjá sig á íslensku sem og að kynna móðurmál sitt fyrir öðrum. Allir sem hafa áhuga á tungumálum og vilja leggja sitt af mörkum til tungumálalandslags Reykjavíkur eru velkomnir. Þátttaka ókeypis. Café Lingua er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Veraldar. Sjá alla dagskránna hér og samstarfsaðila haustsins : borgarbokasafn.is * CAFÉ LINGUA - Language Rendez-vous! Do you want to meet someone who can speak fluently the language you are studying? Do you want to share your native language with someone who wants to master it? This is a unique opportunity to discover new cultures and meet world citizens in Reykjavik and at the same time practice languages in a relaxed atmosphere. This autumn all the Language Rendez-vous events are held either in Veröld or Stúdentakjallarinn Café Lingua is a platform for those who want to enhance their language skills, Icelandic or other languages, a place to communicate in and about various languages as well as a gateway into different cultures. The goal is to “unveil” the linguistic treasures that have found their way to Iceland, enriching life and culture, as well as giving world citizens the option to express...

Borgardætur - Jólatónleikar

Hinar óborganlegur Borgardætur - Andrea Gylfadóttir, Ellen Kristjánsdóttir og Berglind Björk Jonasdóttir - bjóða nú í fyrsta sinn upp á margfræga jólatónleika sína á Græna Hattinum! Á efnisskránni eru ölll bestu lögin af hinni rómuðu Jólaplötu og fullt af öðrum alls konar skemmtilegum lögum, að ógleymdum leikþáttum og jafnvel heimsóknum að handan. Hljómsveitin er skipuð valinkunnum meisturum. Borgardætra- og Mezzofortestjórinn Eyþór Gunnarsson er píanisti en á bassa og trommur spilar hið goðsagnakennda hrynpar úr Moses Hightower, Andri Ólafsson og Magnús Trygvason Eliassen. Miðaverð kr. 4.500

Bókaræman | Verðlaunaafhending

Bókaræman 2017 | Verðlaunaafhending 23. nóvember kl. 17:00 Bíó Paradís - Hverfisgötu 54 Verðlaunaafhending fer fram 23. nóvember kl. 17 í Bíó Paradís þar sem tilkynnt verður um vinnningshafa. Í dómnefnd sitja Stefán Máni rithöfundur, Karl Pálsson leikari og tæknimaður hjá KrakkaRÚV og Guðrún Baldvinsdóttir bókmenntafræðingur og starfsmaður Borgarbókasafnsins. Léttar veitingar í boði og allir velkomnir!

Light Version • 0.56 sec • © Coriola.com